„Það var dálítið mögnuð sjón að sjá bláa skipið, Rolldock Sun, bókstaflega gleypa dýpkunarskipið Galilei 2000 inn í sig,“ segir Gunnar Th. Gunnarsson á Reyðarfirði, en hann náði skemmtilegum myndum á Reyðarfirði í gær sem hann gaf Austurfrétt leyfi til að birta.
Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun og fagnar því að stjórnvöld hafi sett fram tilögur til að gera innanlandsflug að aðgengilegri samgöngukosti. Samtökin telja að innanlandsflug ætti að flokka sem almeningssamgöngur og líta á hina „skosku leið“ sem skref í rétta átt til að jafna lífsgæði fólks úti á landi.
Hinn árlegri jólamarkaður Jólakattarins, sem gjarnan hefur verið kenndur við gróðarmiðstöðina Barra, verður um helgina í húsnæði sem áður hýsti Barra. Viðburðir helgarinnar litast eðlilega af því að jólin eru á næsta leyti.
Nýr læknir kom til starfa á Seyðisfirði um miðja síðustu viku en illa gengur að manna stöður heimilislækna innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) líkt og víða annars staðar á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri lækninga segir skipta máli að stofnunin geti tekið á móti læknakandídötum.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Kristín Embla Guðjónsdóttir, sem bæði keppa undir merkjum UÍA, voru valin glímufólk ársins 2018 af stjórn Glímusambandsins Íslands á dögunum.
Blaklið Þróttar riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Aftureldingu í Neskaupstað um helgina. Körfuknattleikslið Hattar vann baráttusigur á Hamri á útivelli.
Félag í eigu Esterar S. Sigurðardóttur og Ólafs Áka Ragnarssonar hefur keypt farfuglaheimilið Klif á Djúpavogi. Það er til húsa í gamla pósthúsinu á staðnum.