Allar fréttir

„Sumir dagar voru erfiðari en aðrir“

„Líklega gáfu ljóðrænurnar mér einna helst aðra sýn á hversdagsleikann, á daglegt líf mitt. Sömuleiðis þótti mér vænt um þegar vinir mínir véku sér að mér, bæði á samskiptamiðlum og í búðinni, og þökkuðu eða hrósuðu ljóðrænu dagsins, það var hvetjandi á allan hátt,“ segir Björg Björnsdóttir á Egilsstöðum, sem hefur skrifað stuttan skapandi texta og birt á samfélagsmiðlum sínum hvern dag síðastliðið ár.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur kafskotinn af Skallagrími í fjórða leikhluta - Myndir

Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir ósigur gegn Skallagrími á laugardag. Höttur átti fínan leik fram í lok þriðja leikhluta þegar gestirnir úr Borgarnesi tóku að hitta úr þriggja stiga skotum. Kvennalið Þróttar Neskaupstað hóf titilvörn sína á Íslandsmótinu í blaki með tveimur sigrum á nafna sínum úr Reykjavík um helgina.

Lesa meira

Færeyingar eiga næsta leik

Enn er ósamið um gagnkvæmar veiðar Íslendinga og Færeyinga í lögsögu hvors annars. Tíminn sem er til stefnu styttist því íslensk skip hafa sótt í færeyska lögsögu í upphafi loðnuvertíðar. Í húfi er kolmunnakvóti sem skiptir Austfirðinga töluverðu máli.

Lesa meira

Starfsfærnimat framar starfsgetumati

Rétt er að byrja á að taka skýrt fram að umræðan um starfsfærnimat og starfsgetumat kemur umræðunni um krónu á móti krónu skerðingunni alls ekkert við. Vel er hægt að keyra það í gegnum Alþingi án þess að blanda þessu tvennu saman, sem virðist vera tilhneiging ríkisstjórnarflokkanna. Hugsanlega til þess að nýta krónu á móti krónu umræðuna til þess að þrýsta starfsgetumati í gegn?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar