Kvennalið Þróttar vann sig upp um tvö sæti í krossspili úrvalsdeildar kvenna fyrir úrslitakeppnina. Þetta var ljóst eftir að Þróttur vann Þrótt Reykjavík 3-2 syðra um helgina.
Umhverfisstofnun hefur, í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Múlaþing, unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð en svæðin voru friðlýst árið 2021.
Höttur er hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 93-68 sigur á Haukum á Egilsstöðum í gærkvöld.
Ellefu hundar og eigendur þeirra víða af landinu verða í Oddsskarði um helgina þar sem fram fer árleg úttekt á snjóflóðaleitarhundum. Undanfarið ár hefur aðeins verið einn hundur með gilt próf á Austfjörðum. Hundaþjálfari af svæðinu segir þörf á fleirum.
Línur eru orðnar nokkur skýrar í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Ekki er þó enn komið að undirskriftinni.
Brasilíumaðurinn Fernando Costa tók í byrjun nóvember til starfa sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Segja má að hann sé fæddur inn í Alcoa, faðir hans vann fyrir fyrirtækið og Fernando hefur starfað innan samsteypunnar frá tvítugsaldri. Leið hans til Íslands lá um Bandaríkin en hann segist staðráðinn í að gera sem mest úr tækifærinu til að vinna hérlendis, sem aðeins gefist honum einu sinni.
Sóley Þrastardóttir, flautuleikari og Kristján Karl Bragason, píanóleikari, halda saman tónleikana Fantasíu í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudag. Stórt glímumót fer fram á Reyðarfirði á morgun.