Allar fréttir
RARIK hættir með fjarvarmaveituna á Seyðisfirði í ár
RARIK hefur ákveðið að hætta rekstri fjarvarmaveitu á Seyðisfirði í ár, sjö árum eftir að fyrst var tilkynnt um ákvörðunina. Fyrirtækið telur dreifikerfið innanbæjar vera að eyðileggjast. Við bætist mikið tap vegna orkuskerðingar. Það býðst til að gefa Múlaþingi veituna.Annað árið í röð var Áki í Brekku frá Breiðdalsvík aflahæsti handfærabáturinn
Handfærabáturinn Áki í Brekku SU 760, sem útgerðarfyrirtækið Gullrún á Breiðdalsvík gerir út, toppaði aflalista slíkra báta annað árið í röð á liðnu ári þrátt fyrir að gera aðeins út að sumarlagi.
Óþarfi að fara út í öfgar við að hreinsa verðandi flokkaðan úrgang
Forstjóri Íslenska gámafélagsins, sem sér um sorphirðu víða á Austurlandi, segir íbúa á landsbyggðinni hafa áhuga á sorpmálum og vera viljuga til að flokka. Bylgjupappi er orðin verðmæt afurð á evrópskum mörkuðum.Nýtt tónverk eftir Charles Ross frumflutt í Skotlandi
Nýtt tónverk eftir Héraðsbúann dr. Charles Ross verður frumflutt á tónleikum í Aberdeenskíri í Skotlandi annað kvöld. Tónverkið er innblásið af Hallormsstaðaskóg.Ánægja með heilsugæslurnar austanlands í nýrri þjónustukönnun
Þjónusta öll er vel yfir meðallagi, aðgengið gott og almennt mikið traust ríkir til þeirra heilsugæslna sem Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) rekur víða á Austurlandi samkvæmt nýrri þjónustukönnun meðal notenda. Hækkar einkunn HSA í flestum flokkum samanborið við sömu könnun fyrir tveimur árum síðan.
Silkitoppur gera vart við sig á Austurlandi eftir langt hlé
Óvenju margar tilkynningar um fuglategundina silkitopp bárust frá Austurlandi í síðustu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem gerð var í byrjun janúar. Helmingur allra tilkynninga um þann fugl á Íslandi frá þeim fjórðungi.