Þorskastríðið 2009 er hafið á vegum Cod Music. Í fyrra sendu yfir 100 hljómsveitir inn efni sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda. Í ár er vonast til að þátttaka verði enn betri en í fyrra. Keppnin fer öll fram á netinu og virkar þannig að hljómsveit fer inn á www.cod.is og sendir inn 2-4 lög sem dómnefnd fer svo yfir. Opið verður fyrir innsendingar á efni til 1.maí og úrslitin verða svo birtföstudaginn 15.maí.
Karlakór Akureyrar-Geysir (KAG) heldur í söngferð um Austurland eftir páska og slæst þar í för með félögum sínum á Hornafirði og Héraði. Í tilkynningu segir að föstudaginn 17. apríl sameinist KAG og Karlakórinn Jökull á Hornafirði og enda þeir daginn á tónleikum í Hafnarkirkju. Laugardaginn 18. apríl halda Akureyringarnir til Héraðs og sameinast þar Karlakórnum Drífanda og halda tónleika með þeim í Egilsstaðakirkju á laugardagskvöld.
Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2009 var haldinn á laugardag. Fundinn sóttu um 50 trúnaðarmenn og fjöldi gesta. Fyrir fundinum lágu tvö meginefni; annars vegar um störf trúnaðarmanna og tengsl þeirra við félagið og hlutverk sem talsmaður verkalýðshreyfingarinnar á vinnustöðum, en hins vegar um hrun bankakerfis og enduruppbyggingu.
Gestir fundarins voru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, Jóhann Tryggvason, æskulýðs-og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og formaður Félags fjárfesta.
Eiríkur Guðmundsson skrifar: Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er furðuleg fýr. Ég hef ekki vitneskju um hvar maðurinn er til heimils en miðað við síðustu yfirlýsingar hans býst ég við að hans híbýli sé stór og stæðilegur fílabeinsturn.
Nú um páskana leggja margir landsmenn land undir fót. Veðurspá er þokkaleg yfir páskana en segja má að flestir landshlutar fái flestar tegundir af veðri. Búast má við að margir leggi land undir fót og er mikilvægt að allir fari með gát. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferð um landið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.
Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra sem samþykkt var í ríkisstjórn um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 milljónum króna yrði varið í ofanflóðavarnir til viðbótar við þær tæpar 700 milljónir sem ákveðið var að veita í málaflokkinn samkvæmt fjárlögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.
Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:Í fyrra var felldur úrskurður þess efnis, að íslenska ríkið fremdi mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum. Þessi úrskurður kom frá ekki minni stofnun en mannréttindaráði SÞ og var í samræmi við mannréttindasáttmála SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.