Allar fréttir

Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi verður haldið á Hótel Seli í Mývatnssveit, sunnudaginn 8. mars klukkan 14:00. Á dagskrá er tillaga kjörstjórnar um röðun á framboðslista VG fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.

vg_logo_rautt_web.jpg

Engin einasta loðnupadda á land

Aðalsteinn Jónsson kom síðastliðinn föstudag tómur til Eskifjarðar en skipið var búið að frysta 1000 tonn af loðnu sem var landað í Hafnarfirði. Segir á vef  Tandrabergs ehf. að það hljóti að vera sögulegur atburður þegar ekki kemur ein einasta loðnupadda á land á Eskifirði og væntanlega í fyrsta skipti í 27 ár sem slíkt gerist. ,,Það er deginum ljósara að Eskfirðingar hefðu ekki klárað sig af öðrum eins skakkaföllum ef ekki hefði notið við álvers í Reyðarfirði, en alltaf kemur það betur í ljós hversu mikilvægt verið er fyrir okkur,“ segir á vefnum.

adalsteinn_330974.jpg

Lesa meira

Skýrsla um grisjun á Hallormsstað

Út er komin ný skýrsla um vélvædda grisjun á Íslandi eftir þá Christoph Wöll og Loft Jónsson í samstarfi við PELLETime. Þar sem skógar á Íslandi eru enn ungir hefur ekki verið eins mikil þörf á grisjun og er í skógum víða annars staðar. Ljóst er hins vegar að meira verður grisjað á næstu árum og áratugum en gert hefur verið áður og því er full ástæða til að skoða alla nýja tækni sem möguleiki er á að nýta við grisjun. 

 

Lesa meira

Fjarðaportið byrjar vel

Hundruð manna lögðu leið sína í Fjarðaportið sem opnaði á sunnudaginn 1. mars og var fólk almennt ánægt með framtakið og hvernig lukkaðist.  Það seldist vel í öllum 16 básunum sem buðu fjölbreytt vöruúrval. Það seldist allt upp hjá fisksölunum og kleinur og rúgbrauð kláruðust í kleinubásnum. Það var einnig mikið verslað í Nytjamarkaðnum og umboðssölunni.

1303_10_7---fruit-and-vegetable-market--lucerne--switzerland_web.jpg

Lesa meira

Förufálki í snjóflóðavarnargörðum

Nokkrar ábendingar hafa komið  inn á borð starfsfólks Náttúrustofu Austurlands um að haförn hafi sést við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað síðastliðna helgi og einhverjar myndir náðust af fuglinum.
Kristín Ágústsdóttir, starfsmaður NA, fór  af stað en fuglinn var þá á bak og burt. Eftir að hafa skoðað myndir sem náðust af fuglinum kom í ljós að örninn var nokkuð fálkalegur ásýndar og staðfesti Skarphéðinn G. Þórisson hjá NA að þarna var á ferðinni fálki.

gtotem_falcon.jpg

Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður - umhverfi og samfélag

Þróunarfélag Austurlands mun stýra verkefninu Vatnajökulsþjóðgarður, umhverfi og samfélag, og vinna það í samvinnu við Atvinnuþróunarfélög Þingeyinga og Suðurlands. Unnin verður markviss stefnumótunaráætlun fyrir samfélagið í heild þar sem hugsað verður til framtíðar þjóðgarðsins en ekki síður samfélagsins í og við hann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.