Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni.
Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur svo sannarlega barist með oddi og egg fyrir þjóðarátaki gegn fíknisjúkdómnum. Nú í aðdragand kosninga höfum við frambjóðendur Flokks fólksins heimsótt Rauða krossinn, lögregluna, heilbrigðisstofnanir og Sjúkrahúsið á Akureyri og öllum framangreindum aðilum ber saman að bæta þarf úrræði fyrir þá sem þjást af völdum geð- og fíknisjúkdóma.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Fjórða Matarmót Austurlands fór fram fyrir skömmu og tókst með afbrigðum vel enda slagaði fjöldi gesta þær þrjár stundir sem opið var fyrir almenning hátt í þúsund manns. Sá mikli fjöldi setti reyndar eina strikið í reikninginn.
Tveir rýni- og starfshópar sem Fjarðabyggð fékk til að greina og grandskoða breytingar til batnaðar í skólastarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til framtíðar hafa sett vinnu sína á ís til nýs árs sökum kjaradeilna Kennarasambands Íslands
Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.