Skip to main content

Rannsókn í Norðfjarðarmáli á lokametrunum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2024 08:40Uppfært 17. nóv 2024 21:40

Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.


Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er aðeins heimilt að vista grunaða í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, án þess að ákæra sé gefin út gegn þeim. Sá tímafrestur rann út síðasta fimmtudag, án þess að ákæra væri gefin út.

Í lögunum er heimild til að draga útgáfu ákærunnar lengur, krefjist brýnir rannsóknarhagsmunir þess.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi sætir sá grunaði vistun til 29. nóvember. Rannsókn málsins er á lokametrunum og verður sent héraðssaksóknara um leið og henni lýkur, en stefnt er að því fyrir 29. nóvember.