Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur sýningar á leikritinu Fullkomið brúðkaup eftir Robin Howdon í lok mánaðarins. Guðjón Sigvaldason er leikstjóri. Um er að ræða gamanleikrit eða "misskilningsfarsa" eins og leikstjórinn orðar það.
Nafnið Múlaþing var í gær, 14. október, formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir íbúa á að halda áfram uppi þeim smitvörnum sem settar hafa verið vegna Covid-19 faraldursins síðustu daga og vikur.
Heilbrigðisstofnun Austurlands á erfiðra um vik með að fá lækna til starfa vegna mikils álags á Landsspítalanum og ferðatakmarkana út af Covid-19 faraldrinum. Slíkt getur leitt til þess að skerða þurfi þjónustu.
Leiknir Fáskrúðsfirði var ekki í samfloti með öðrum austfirskum liðum í erindi þeirra til Knattspyrnusambands Íslands um að Íslandsmótið yrði blásið af vegna Covid-19 faraldursins enda hagsmunir félagsins töluvert aðrir en hinna. Formaður knattspyrnudeildar þess viðurkennir þó að staðan sé að verða þröng.