Allar fréttir

Heimasíða Múlaþings orðin aðgengileg

Heimasíða hins nýstofnaða sveitarfélags Múlaþings er nú orðin aðgengileg almenningi. Henni er ætlað að leysa af hólmi heimasíður sveitarfélaganna sem sameinuðust inní sveitarfélagið.

Lesa meira

Mengandi efni enn yfir mörkum í fráveitu MS á Egilsstöðum

Heilbrigðisnefnd Austurlands segir að enn sé magn mengandi efna í fráveitu yfir starfsleyfismörkum Mjólkursamsölunnar (MS) á Egilsstöðun. „Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum,“ segir í nýlegri fundargerð nefndarinnar.

Lesa meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Landbúnaður er mikilvæg grunnstoð fyrir íbúa Austurlands. Rúm 60% rekstrartekna koma frá sauðfé og tæp 40% samanlagt frá kúabúskap og nautgripabúum. Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og hefur gert í þó nokkur ár. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni, breyttur ríkisstuðningur (minni beinn framleiðslustuðningur) hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum.

Lesa meira

Smit kom upp í áhöfn Norrænu

Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið eftir að tveir meðlimir úr áhöfn skipsins greindust með Covid-19 veiruna. Ekki er þó talið að líkur séu á að þeir hafi smitað farþega.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.