Heimasíða hins nýstofnaða sveitarfélags Múlaþings er nú orðin aðgengileg almenningi. Henni er ætlað að leysa af hólmi heimasíður sveitarfélaganna sem sameinuðust inní sveitarfélagið.
Á nýlegum fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar var rætt um foreldragreiðslur sem þriðja valmöguleika foreldra með 12 mánaða börn ef ekki væri möguleiki á leikskólaplássi eða dagforeldri.
Þessa dagana er verið að prufukeyra nýja frystiklefann hjá Eskju á Eskifirði. Jón Kjartansson SU kom í höfn með 800 tonn af síld í gærmorgun og var hún sett í klefann.
Heilbrigðisnefnd Austurlands segir að enn sé magn mengandi efna í fráveitu yfir starfsleyfismörkum Mjólkursamsölunnar (MS) á Egilsstöðun. „Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum,“ segir í nýlegri fundargerð nefndarinnar.
Landbúnaður er mikilvæg grunnstoð fyrir íbúa Austurlands. Rúm 60% rekstrartekna koma frá sauðfé og tæp 40% samanlagt frá kúabúskap og nautgripabúum. Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og hefur gert í þó nokkur ár. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni, breyttur ríkisstuðningur (minni beinn framleiðslustuðningur) hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum.
Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið eftir að tveir meðlimir úr áhöfn skipsins greindust með Covid-19 veiruna. Ekki er þó talið að líkur séu á að þeir hafi smitað farþega.
Hinn þekkti fatahönnuður Sigrún Halla Unnarsdóttir hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði til að þróa textíl og band úr iðnaðarhampi. Hampinn fær hún m.a. frá Berufirði.