Allar fréttir
Fimm ný tilfelli á tveimur dögum
Sjö virk Covid-19 smit eru á Austurland, samkvæmt nýjustu tölum. Fimm ný smit hafa verið staðfest síðustu tvo daga.Spennandi tímar framundan hjá Hallormsstaðaskóla
Björn Halldórsson er nýr stjórnarformaður Hallormsstaðaskóla, áður Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Hann segir spennandi tíma framundan í starfi skólans þar sem námsskrá hefur verið breytt með sjálfbærni að leiðarljósi. Björn er bóndi og fyrrum formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.Stokkið í sjóinn til að kæla sig
Austfirðingar hafa beitt ýmsum ráðum til að reyna að kæla sig í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir fjórðunginn undanfarna viku þar sem hitinn hefur ítrekað farið yfir tuttugu stig. Áfram verður hlýtt í dag en síðan kólnar.Allar björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út
Mikið var að gera hjá björgunarsveitum Austurlands í gærkvöldi og voru þær allar kallaðar út vegna göngumanns sem lenti í sjálfheldu við Hólmatind í Eskifirði. Tóku nær 30 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni. Að lokum þurfti að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga manninum.
Góður gangur í smíði nýbyggingu Eskju
Góður gangur er í byggingu hinnar nýju frystigeymslu Eskju á Eskifirði. Páll Snorrason framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju segir að verkið sé á áætlun og hann reiknar með að hluti af frystiklefunum verði tekinn í notkun um mánaðarmótin september/október.
Ungar stúlkur lentu í sjálfheldu í Eyvindará
Tvær stúlkur 11 og 12 ára lentu í sjálfheldu í Eyvindará í dag. Þær bárust með straumi niður ánna þar til foreldrar þeirra og nærstaddir náðu að bjarga þeim.