Allar fréttir

Endurbætur framundan á farsímakerfi Fljótsdalshrepps

Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps segir það ánægjulegt að Neyðarlínan í samstarfi við Landsvirkjun ætli að hefja endurbætur á farsímakerfinu í sveitarfélaginu. „Það er mikið öryggismál fyrir okkur að Neyðarlínan sé í lagi,“ segir Helgi.

Lesa meira

„Eiginlega of gott til að vera satt“

Leiknir Fáskrúðsfirði vann ævintýralegan sigur á Grindavík í fyrstu deild karla í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag. Gestirnir voru 0-2 yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka en fimm mörk voru þá enn í pottinum.

Lesa meira

Töluvert dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi

Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á Austurlandi í sumar. Það fór í 4,4% í apríl en mældist 3,2% í júlí s.l.  Spáð er svipuðu atvinnuleysi í þessum mánuði. Gögn sýna að fjöldi þeirra sem búa við minnkandi atvinnuhlutfall snarlækkaði í sumar. Hlutfall þeirra var 8,5% í apríl en var komið niður í 0,8% í júlí.

Lesa meira

Óbreytt staða eystra

Fjöldi þeirra sem eru með virkt Covid-19 smit eða eru í sóttkví er óbreyttur frá í gær. Fjórir veiktust í fimm manna fjölskyldu sem er gestkomandi á svæðinu. Óljóst er hvar þau fengu veiruna.

Lesa meira

Blíðan á Austurlandi er búin í bili

Eftir nokkuð langt tímabil með einmuna veðurblíðu á Austurlandi stefnir nú í hefðbundið íslenskt síðsumarsveður með eins stafs hitatölum og frekar hryssingslegu veðri. Dagurinn í dag verður skaplegur en síðan breytist staðan til hins verra.

 

Lesa meira

LAust5:

Ég heiti Bjartey

Ég er 20 ára

Ég er kona

Ég er kona í kvenlíkama I

Ég hef rödd í samfélaginu sem ég bý í I

Ég hlýt samt ekki alltaf þá virðingu eða hljómgrunn sem ég ætti að fá

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.