Allar fréttir
Ýmsar leiðir færar um Hvalnes- og Þvottárskriður
Jarðgöng undir Lónsheiði eru meðal þeirra kosta sem koma til greina til að auka öryggi vegfarenda sem í dag keyra um Hvalnes- og Þvottárskriður en aðrir kostir kunna að vera hagkvæmari. Göngin eru meðal þeirra sem skoða á í sérstakri jarðgangaáætlun sem samþykkt var að gera samhliða nýrri samgönguáætlun.Geta hannað sitt eigið útsýnisflug hjá Flugfélagi Austurlands
Kári Kárason framkvæmdastjóri Flugfélags Austurlands segir að það sé töluverður gangur í útsýnisfluginu hjá þeim þessa dagana. Raunar sé mun meira að gera hjá þeim en á sama tíma í fyrra. Fyrir utan staðlaðar ferðir geta menn hannað sitt eigið útsýnisflug eins og þá listir.
Hitamet ársins í Neskaupstað, blíðan heldur áfram
Mikill hiti og veðurblíða var víða á Austurlandi í gærdag og var hitamet ársins slegið í Neskaupstað þar sem hitinn mældist 26,3 gráður samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá dagsins er búist við jafnvel enn betra veðri í dag þar sem sólin mun skína skært yfir öllum fjórðungnum.Stuttmyndakvöld í Sláturhúsinu
Átta stuttmyndir eftir sex austfirska kvikmyndargerðamenn verða sýndar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Skipuleggjandi segir tækifæri vera til að koma á framfæri myndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk af svæðinu.Skipta þarf um þak á Múlavegi 34-40 vegna myglu
Fyrir liggur að skipta þarf um þökin á íbúðarhúsnæðinu að Múlavegi 34-40 á Seyðisfirði vegna myglu. Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að fyrir liggi áætlun um nauðsynlegar aðgerðir en þær bíði þess að fjárveiting fáist í fjárhagsáætlun bæjarins.Spá allt að 27 stiga hita á Egilsstöðum í dag
Reikna má með að hitinn á Egilsstöðum og nágrenni fari í allt að 27 stig í dag gangi veðurspár eftir. Á hitakorti Veðurstofunnar segir að hitinn á hádegi verði 24 stig, Evrópska veðurstofan reiknar með allt að 27 stiga hita og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni á mbl.is að allt að 30 stiga hiti sé í kortunum.