Allar fréttir

Sundlaugin í Selárdal er orðin sjötug

Nú eru liðin 70 ár síðan að sundlaugin í Seldárdal í Vopnafirði var formlega vígð og tekin í notkun. Það var ungmennafélagið Einherji sem stóð að byggingu sundlaugarinnar á sínum tíma.

Lesa meira

Ýmsar leiðir færar um Hvalnes- og Þvottárskriður

Jarðgöng undir Lónsheiði eru meðal þeirra kosta sem koma til greina til að auka öryggi vegfarenda sem í dag keyra um Hvalnes- og Þvottárskriður en aðrir kostir kunna að vera hagkvæmari. Göngin eru meðal þeirra sem skoða á í sérstakri jarðgangaáætlun sem samþykkt var að gera samhliða nýrri samgönguáætlun.

Lesa meira

Geta hannað sitt eigið útsýnisflug hjá Flugfélagi Austurlands

Kári Kárason framkvæmdastjóri Flugfélags Austurlands segir að það sé töluverður gangur í útsýnisfluginu hjá þeim þessa dagana. Raunar sé mun meira að gera hjá þeim en á sama tíma í fyrra. Fyrir utan staðlaðar ferðir geta menn hannað sitt eigið útsýnisflug eins og þá listir.

Lesa meira

Hitamet ársins í Neskaupstað, blíðan heldur áfram

Mikill hiti og veðurblíða var víða á Austurlandi í gærdag og var hitamet ársins slegið í Neskaupstað þar sem hitinn mældist 26,3 gráður samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá dagsins er búist við jafnvel enn betra veðri í dag þar sem sólin mun skína skært yfir öllum fjórðungnum.

Lesa meira

Stuttmyndakvöld í Sláturhúsinu

Átta stuttmyndir eftir sex austfirska kvikmyndargerðamenn verða sýndar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Skipuleggjandi segir tækifæri vera til að koma á framfæri myndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk af svæðinu.

Lesa meira

Skipta þarf um þak á Múlavegi 34-40 vegna myglu

Fyrir liggur að skipta þarf um þökin á íbúðarhúsnæðinu að Múlavegi 34-40 á Seyðisfirði vegna myglu. Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að fyrir liggi áætlun um nauðsynlegar aðgerðir en þær bíði þess að fjárveiting fáist í fjárhagsáætlun bæjarins.

Lesa meira

Spá allt að 27 stiga hita á Egilsstöðum í dag

Reikna má með að hitinn á Egilsstöðum og nágrenni fari í allt að 27 stig í dag gangi veðurspár eftir. Á hitakorti Veðurstofunnar segir að hitinn á hádegi verði 24 stig, Evrópska veðurstofan reiknar með allt að 27 stiga hita og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni á mbl.is að allt að 30 stiga hiti sé í kortunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.