Enginn þeirra níu Austfirðinga, sem settir voru í sóttkví fyrir helgi vegna gruns um Covid-19 smit, hefur reynst jákvæður. Ekki hafa fleiri bæst við síðan í sóttkví á svæðinu.
Austurbrú hefur fest kaup á smáforritinu SparAustur og ráðið Auðun Braga Kjartansson, frumkvöðul og höfund hugverksins, til starfa svo vinna megi áfram að þróun og innleiðingu þess.
Fagráð Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sem skipað er sjö sérfræðingum sem starfa hjá stofnuninni, leggst eindregið gegn því að heimiluð verði netsala á áfengi og heimsending úr innlendum verslunum. Þetta kemur fram í ályktun sem fagráðið sendi frá sér í vikunni.
Úrslit úr könnun, sem gerð var meðal íbúa í Borgarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað samhliða forsetakosningunum í gær, um nafn á sameinað sveitarfélag á Austurlandi er að vænta í kvöld.
Tónlistarunnendur eiga að geta notið sín vel á Austurlandi um helgina, en stórstjörnur eru með tónleika á hverju strái næstu daga. Fyrir þá sem ekki vilja elta poppið er boðið upp á trompettríó í Egilsstaðakirkju, það er margskonar skipulögð útivist í boði sömuleiðis og myndlistarsýning í nýju sýningarrými á Borgarfirði.