Allar fréttir
Fjórar einkaþotur á Egilsstaðaflugvelli
Þeir sem leið hafa átt framhjá flugvellinum á Egilsstöðum eftir hádegi í dag hafa margir veitt því athygli að fjórar einkaþotur eru staddar á vellinum í dag. Þrjár þeirra eru í eigu breska auðjöfursins Jim Ratcliffe.Eftirlitsflygildin kyrrsett eftir óhapp
Stofnanir Evrópusambandsins hafa fyrirskipað að ómönnuð flygildi af gerðinni Hermes 900 verði kyrrsett á jörðu niður uns annað verður ákveðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að slíkt flygildi varð að nauðlenda á Grikklandi í byrjun árs. Flygildi sömu gerðar var á Egilsstöðum í fyrrasumar.Magnús Þór ráðinn til Faxaflóahafna
Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann tekur við starfinu í byrjun ágúst.Hvetja stjórnendur til að skoða hvort hallað hafi undan fæti í smitvörnum.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stjórnendur fyrirtækja, verslana og stofnana til að fara yfir smitvarnir á sínum stöðum og hvort hallað hafi undan fæti í þeim síðustu vikur.Leiknir tapaði en styrkir liðið
Gengi liðanna að austan á Íslandsmótinu í knattspyrnu var ærið misjafnt um síðustu helgi. Fjarðabyggðarmenn unnu þó góðan sigur í 2. deild karla. Leiknismenn leita enn að sínum fyrstu stigum í Lengjudeildinni en hafa verið að styrkja sig að undanförnu.