Leiknismenn náðu í góðan útisigur á Grenivík og Fjarðabyggð fór létt með gestina úr Garði. Það var markaregn í 3. deildinni sem og á Vilhjálmsvelli hjá stúlkunum, en Austanliðin riðu ekki feitum hesti frá þeim viðureignum.
Einn farþegi úr Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun, er í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 smit. Verið er að kanna hvort smitið sé gamalt.
Héraðsbúinn Tara Ösp Tjörvadóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari en er þess utan alltaf að skrifa ljóð. Hún er nú að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók sem fjallar um ferli ástarinnar, allt frá fyrstu kynnum, í gegnum ástina, hjartabrotið og vöxtinn sem sársaukinn getur alið af sér.
Hópur sem stendur að baki undirskriftasöfnun um úrbætur í matvöruverslun í Neskaupstað hyggst framlengja söfnunina til 17. júlí. Í framhaldinu er stefnt á að ná fundi forsvarsfólks Samkaupa, sem hópurinn telur ekki hafa staðið við gefin fyrirheit um úrbætur þegar verslun fyrirtækisins var síðast breytt.
Innan við klukkutíma tók að skima um 200 farþega Norrænu eftir að ferjan var komin til hafnar á Seyðisfirði í gærmorgun. Ekki urðu frekari tafir á ferðum ferjunnar þess vegna þótt ekki væri hægt að skima sama fjölda og fyrirhugað var um borð í henni vegna athugasemda frá persónuverndaryfirvöldum í Færeyjum. Lausn á stöðunni var meðal annars rædd á fundi utanríkisráðherra landanna í vikunni.
Helgin nálgast enn á ný og enn er af nógu af taka fyrir Austfirðinga og gesti sem vilja lyfta sér upp um helgina. Margskonar tónleikar eru í boði, uppistand, hægt er að fylgjast með torfæruakstri og stunda útivist.
Vopnaskak, árleg bæjarhátíð Vopnfirðinga, hófst nú í dag og stendur fram á sunnudag. Boðið er upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir geti skemmt sér vel og lyft sér upp eftir erfiða tíð að undanförnu.