Undanfarið hefur gengið slúðursaga að í leikskólanum Eyrarvöllum í Neskaupstað hafi COVID-19 smitaður starfsmaður verið í vinnu. Það er ekki rétt. En til að eyða allri óvissu hefur starfsmaðurinn ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví.
Starfsmönnum HEF hefur verið skipt upp á nokkrar starfsstöðvar til að tryggja að starfsemi veitna Fljótsdalshéraðs haldist óskert í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar. Ekki er talið að veiran smitist með drykkjarvatni.
Undanfarið hafa margir hafa deilt lögum sem á að auðvelda manni að taka tímann við handþvottinn en heilbrigðsistofnanir hafa brýnt mikilvægi þess að þvo á sér hendurnar vel. Oft er talað um 20 - 40 sekúndur í því samhengi. Við megum því ekki gleyma framlagi austfirðinga í báráttunni við COVID-19 veirunni.
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar í samráði við leikskólastjóra leikskóla Fjarðabyggðar hafa ákveðið ýmsar breytingar á starfi leikskóla í Fjarðabyggð. Þær eru gerðar vegna samkomubanns stjórnvalda og tilmæla um takmarkanir á skólastarfi.
Enn hefur enginn greinst með kórónaveiruna Covid-19 á Austurlandi. Félagsþjónustur sveitarfélaga huga að einangrun aldraðra eftir að samkomubann gekk í gildi í gærmorgun.
Austfirskir ferðaþjónustuaðilar bíða þess að sjá hver áhrif heimsfaraldurs kórónaveirunnar verða á ferðalög og til hvaða aðgerða íslensk stjórnvöld grípa til að mæta samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir vonast enn eftir góðu sumri þótt ljóst sé að lítið verði að gera þangað til.
Frá því á föstudag og alla helgina hafa starfsmenn Fjarðabyggðar unnið að því hörðum höndum að undirbúa viðbrögð vegna samkomubannsins sem gekk í gildi um miðnætti. Það hefur verið afar gott að finna þá miklu samstöðu sem einkennt hefur þá vinnu, og hve fórnfúst starfsfólk hefur verið við að leggja fram vinnu sína við undirbúninginn. Mig langar að færa öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg undanfarna daga mínar bestu þakkir.