Alcoa Fjarðaál hefur gefið starfsfólki sínu tilmæli um að þeir sem geta unnið heiman frá sér geri það frá og með morgundeginum. Breytingar verða einnig á fyrirkomulagi mötuneytis fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur farþegaferjuna Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, segir stjórnendur fyrirtækisins alltaf hafa hugann við að endurnýja ferjuna þótt ekki sé komið að því strax. Auknir fragtflutningar hafa styrkt fyrirtækið verulega síðustu ár.
Innviðauppbygging er orð sem kemur reglulega upp þegar farið er á vef Stjórnarráðs Íslands. Orðið innviðauppbygging og markmiðin sem því fylgja eru mikilvæg og ættu að hafa mikla tengingu við samfélögin vítt og breitt um landið.
Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands, sem vakta hreindýr, segjast ekki enn hafa áhyggjur af áhrifum mikilla vetrarharka á dýrin sem eru farin að sækja meira niður í byggð. Líffræðingur segir að áfram verði fylgst með skilyrðum þeirra. GPS tæki á dýrum gefa mikilvægar upplýsingar við þessar kringumstæður.
Útlhlutað var úr minningarsjóði Ágústar Ármanns á dögunum. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár hlutu þau Þorvaldur Örn Davíðsson, Júlíus Óli Jacobsen og María Bóel Guðmundsdóttir styrk.
Formaður björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði vill að skoðað verði hvort fylgdarakstur sé góð lausn þegar færð sé vond yfir Fagradal. Tæplega 90 bílar fylgdust að í halarófu á eftir snjómoksturstæki yfir dalinn í gær. Það kom þó ekki í veg fyrir að ökumenn lentu í vanda á leiðinni.