Jólatónleikarnir „Jólin til þín“ verða haldnir næstu þrjú kvöld á þremur stöðum á Austurlandi. Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir koma fram á tónleikunum og munu ásamt hljómsveit. Jón Hilmar Kárason tónlistarmaður, einn aðstandanda tónleikanna, segir hópinn mjög spenntan að spila fyrir Austfirðinga.
Söngkonan Halldóra Malin Pétursdóttir og gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leiða saman hesta sína á jólatónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld. Dúkkulísurnar eru einnig á ferð um Austurland um helgina með jólatónleika.
Austurland virðist hafa sloppið vel út úr óveðri síðustu daga. Tjón varð þegar brimalda skall á gistiheimili á Borgarfirði en engin tíðindi eru af foktjóni. Raforkukerið virðist heilt þótt rafmagn hafi farið út í nær öllum fjórðungnum í á þriðja klukkutíma.
Sæl öll, kjörnir fulltúar og umboðsmenn okkar kjósenda í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
Það sem er hér í gangi í Fjarðabyggð er kannski lítið í stóra samhenginu í orkumálum landsins eða bara heimsins, en í raun bara smærri mynd af því sem hefur gerst og er að gerast enn í dag.
Heimildamynd um sögu Ungmennafélagsins Einherja fram frá stofnun fram á tíunda áratug síðustu aldar var frumsýnd í 90 ára afmæli félagsins um síðustu helgi. Tækifærið var einnig nýtt til að heiðra einstaklinga sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið.
Tæplega 70 aðilar munu bjóða vörur til sölu á jólamarkaðinum Jólakettinum sem haldinn verður að Valgerðarstöðum ofan Fellabæjar á morgun. Þótt framboðið sé fjölbreytt er jólatrjáasalan alltaf þungamiðjan.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að boða til íbúafundar til að kynna fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Bæjarfulltrúar segja Rafveituna verða orðna of litla til að standa sjálfstætt. Þeir vilja nýta söluhagnaðinn til að byggja upp íþróttamannvirki á Reyðarfirði.