Allar fréttir
Yfirheyrslan: Jónas Reynir gefur út sína þriðju ljóðabók.
Fellbæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson var að gefa út ljóðabókina Þvottadagur. Hún er lokakaflinn í þríleik ljóðabóka sem komu út árið 2017. Hina tvær eru Leiðarvísir um Þorp og Stór Olíuskip. Jónas er í yfirheyrslu vikunnar.
Spilltur borgarstjóri, óhæf lögregla og hurðum skellt í Norðfirði.
Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir farsann Óþarfa Offarsi á laugardaginn. Þau hafa unnið hörðum höndum undanfarnar vikur og lofa hlátri og mikilli skemmtun. Verkið er sýnt í Egilsbúð í Neskaupstað.
Fyrrum hafnarverði dæmdar fjórar milljónir fyrir ólögmæta uppsögn
Landsréttur hefur dæmt Vopnafjarðarhrepp til að greiða fyrrum hafnarverði fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hafa brotið gegn ákvæðum kjarasamnings og stjórnsýslulögum með fyrirvaralausri uppsögn haustið 2015. Rétturinn hækkaði bætur sem manninum höfðu verið dæmdar fyrir héraðsdómi auk þess að snúa við hluta dóms um orlof á yfirvinnu.Soroptimistar segja nei við ofbeldi
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu næstkomandi mánudag. Gangan er liður í að vekja athygli á baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.