Allar fréttir
Þrýst á um að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang
Sveitarstjórnir bæði Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs leggja áherslu á að tryggt verði fjármagn við endurskoðun á samgönguáætlun í haust þannig að sem fyrst verði hægt að ráðast í hönnun Fjarðarheiðarganga.Verja þarf íbúabyggð á Seyðisfirði vegna skriðuhættu
Í nýju áhættumati vegna ofanflóða á Seyðisfirði stækka hættusvæði í suðurbænum undir Neðri-Botnum talsvert vegna þess að hætta af völdum stórra skriðna er metin meiri en áður. Það kallar á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina og aukna vöktun.
Á ekki að vera kvöð fyrir fólk með heilbrigðismenntun að fara út á land
Endurskoða á menntun íslensks heilbrigðisstarfsfólks þannig að hún henti séríslenskum aðstæðum samkvæmt nýsamþykktri heilbrigðisstefnu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir að hvetja þurfi fólk strax í námi til þess að kjósa síðar meir að starfa á landsbyggðinni.Framleiðslumet á makríl í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar
Þann 29. ágúst var sett framleiðslumet í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar 820 tonn af makríl fóru gegnum húsið á einum sólarhring.