Höfundur: Stjórn foreldrafélagsins leikskólans Tjarnarskógar • Skrifað: .
Við sem erum foreldrar þekkjum öll hvað það eru mikil tímamót þegar barnið byrjar í leikskóla. Hér á Egilsstöðum komast börnin frekar ung inn á leikskóla og stór hluti þeirra hefur því ekki verið áður hjá dagmömmu. Þá verða tímamótin enn meiri. Allt í einu þarf að treysta ótengdu fólki fyrir umönnun þess dýrmætasta sem maður á – jafnvel stærstan hluta af vökutíma barnsins, fimm daga í viku! Svona þegar málið er hugsað til enda, þá finnum við foreldrarnir sennilega hvergi ríkari hagsmuni en einmitt að leikskólastarfið sé vel unnið.
Fyrsta vöruafhendingin undir merkjum REKO á Austurlandi var á Egilsstöðum síðasta laugardag. Framleiðendur eru bjartsýnir á framhaldið eftir frábærar viðtökur.
Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur gengið frá kaupum á jörðinni Hellisfirði í samnefndum firði, sem er sá næstu sunnan Norðfjarðar. Jacobi er frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu.
Fimm Austfirðingar eru í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár, allir á lista Röskvu, en kosið verður næstu tvo daga. Forseti framboðsins segir framboðið ganga hnarreist til kosninganna eftir að hafa verið í meirihluta síðustu tvö ár.
Jóhann Tryggvason hefur verið virkur í flestu því sem tengist íþrótta- og æskulýðsstarfi á Norðfirði um langa hríð. Að austan á N4 tók hann tali fyrir stuttu.