Vegunum yfir Fjarðarheiði og Fagradal hefur verið lokað og verða ekki opnaðir aftur í dag. Leiðinni yfir Fagradal var lokað í hádeginu eftir að snjóflóð féll á veginn.
„Ungt fólk vill hafa áhrif á samfélagið sitt,” segir Heiðbrá Björgvinsdóttir, sem situr í Ungmennaráði Fjarðabyggðar, en það leggur reglulega fram tillögur á fundum bæjarstjórnar. Ráðið villl meðal annars sjá úrbætur á húsnæði félagsmiðstöðva í bæjarfélaginu.
Skipulagsstofnun telur ekki líklegt að ný fráveita fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því þurfi hún ekki í umhverfismat. Umhverfisstofnun telur að skýra þurfi betur hvenær markmiðum um tveggja þrepa hreinsun verði náð. Áhrif framkvæmdarinnar verði jákvæð frá því sem er.
Sagnfræðingur telur Austfirðinga eiga tækifæri í að gera sögu Tyrkjaránsins á svæðinu hærra undir höfði. Yfir 100 manns voru numin burtu af svæðinu en aðrir sluppu með að felast í Austfjarðaþokunni.
„Ég myndi segja að það væri vakning fyrir gönguskíðum og við í ungmennafélaginu Þristunum viljum leggja okkar af mörkum í þeirri þróun,” segir Hildur Bergsdóttir, um gönguskíðanámskeið sem haldi verður í Selskógi um helgina.
Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju sinnar í Helguvík. Fyrirtækið spáir að frekari hagræðing sé framundan í fiskimjölsiðnaðinum hérlendis.