Öll skip Eskju eru tilbúin til kolmunnaveiða og tvö þegar farin á miðin á hinu alþjóðlega Rockall svæði. Reynt er að nýta tímann til að veiða kolmunna á meðan engin loðna finnst.
Sex starfsmönnum var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli í gær vegna hagræðingar. Óvissa á álmörkuðum hefur kallað á aðhaldsaðgerðir hjá álverinu á Reyðarfirði.
Fulltrúar í bæjarráði Seyðisfjarðar vonast til að samstarf minni- og meirihluta standi til bóta. Oddviti meirihluta segir minnihlutann hafa reynt að gera allar aðgerðir meirihlutans ótrúverðugar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, segir eðlilegt að fólk láti skoðanir sínar í ljósi þegar það sé ósammála.
Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurgluggans/Austurfréttar. Steinar, sem er uppalinn Norðfirðingur, gaf lögreglunni á Austurlandi fíkniefnaleitarhundinn Byl í fyrra.
Héraðsprent á Egilsstöðum er rótgróið fyrirtæki á Austurlandi sem annast prentþjónustu og hönnun, ásamt því að gefa út Dagskrána, fríblaðið Kompás og ýmislegt fleira. Að austan á N4 leit við þar fyrir stuttu.