Sex leikmenn Þróttar í landsliðsverkefnum í byrjun árs

Sex leikmenn Þróttar Neskaupstað tóku þátt í landsliðsverkefnum í blaki í byrjun árs. Þar af voru þrír leikmenn í A-landsliðunum í forkeppni Evrópukeppninnar.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir voru í kvennalandsliðinu sem lék við Slóveníu og Belgíu. Í því voru einnig tveir fyrrverandi leikmenn Þróttar, Gígja Guðnadóttir og Erla Rán Eiríksdóttir. Þjálfararnir komu einnig frá Norðfirði, þau Borja Vincalez og Ana Vidal.

Galdur Máni Davíðsson var í karlalandsliðinu sem lék við Moldavíu og Slóveníu. Í hópnum var einnig Ragnar Ingi Axelsson sem spilaði með Þrótti þar til í fyrra.

Þrír leikmenn úr Þrótti Neskaupstað voru í U-16 ára landsliði kvenna í blaki sem tók þátt í móti með liðum úr Norður-Evrópu í Færeyjum. Þar voru Anna Móberg Herbertsdóttir, EmblaRós Ingvarsdóttir og Gígja Ómarsdóttir. Liðið endaði í sjötta sæti eftir að hafa tapað 3-1 fyrir Írum í leik um sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.