Heiðdís valin í kvennalandsliðið

Heiðdís Lillýardóttir, fyrrverandi leikmaður Hattar, hefur verið valinn í 30 manna landsliðshóp kvenna í knattspyrnu.

Jón Þór Hauksson, nýr landsliðsþjálfari, tilkynnti sinn fyrsta hóp í morgun. Valdir voru 30 leikmenn sem allir spila hérlendis og koma saman til æfinga eftir tíu daga.

Heiðdís lék með Hetti til ársins 2015 að hún skipti yfir í Selfoss og síðan yfir í Breiðablik fyrir sumarið 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er valin í A-landsliðshóp en hún á að baki leiki með U-19 og U-17 ára landsliðunum.

Þá hefur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem spilaði með yngri flokkum Hattar áður en hún skipti yfir í Völsung og síðar Breiðablik þar sem hún leikur nú, verið valinn í U-19 ára landsliðshópinn sem æfir sömu helgi.

Heiðdís fyrir miðju frá valinu á íþróttamanni Hattar árið 2014. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.