Allar fréttir

Bráðum á hann hvergi heima

Þannig lauk Eyþór Árnason ljóði sínu sem hann kallaði „Við leiði Kristjáns Fjallaskálds“. Nú hef ég ekki beðið hann að fá að birta það en vísa á herdubreid.is þar sem ljóðið er með leyfi höfundar. Svo er það auðvita í nýjustu bók Eyþórs. En þessar línur eru hér ekki til að auglýsa skemmtileg ljóð heldur frekar til að velta mér upp úr annarra skrifum, svona eins og þátttaka í athugasemdum.

Lesa meira

„Iron Maiden er venjulegasta fólk sem ég hef kynnst“

Norðfirðingurinn Draupnir Rúnar Draupnisson fékk að upplifa draum margra þegar hann var ráðinn flugþjónn í tónleikaferð bresku þungarokkssveitarinnar Iron Maiden. Draupnir segir það hafa verið sérstakt að upplifa umstangið í kringum sveitina en ekki síður hversu vingjarnlegir hljómsveitarmeðlimirnir voru.

Lesa meira

Brúin yfir Berufjörð að verða tilbúin

Ný brú yfir Berufjörð er að verða tilbúin. Verr hefur gengið með veginn að henni og útlit er fyrir að hinn nýi vegkafli verði ekki tilbúinn á tilsettum tíma.

Lesa meira

Austfirðingum boðið upp á heilsufarsmælingar

SÍBS og samstarfsfélög bjóða íbúum Austurlands í ókeypis heilsufarsmælingu í næstu viku. Skorað er á alla þá sem ekki eru undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna og ekki þekkja gildin sín að nota tækifærið og fá mælingu.

Lesa meira

Yfirheyrsla; „Hvert verk er sneiðmynd af hugsanagangi hvers dags“

„Ég fékk hugljómun um að nota hringlaga form, en það opnaði alveg nýja vídd í listsköpuninni fyrir mig,“ segir listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, sem opnar sýningu í Gallerí Fold í dag. Hann er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.