„Það lítur út fyrir mjög gott hjólaveður, sól og hægan vind,“ segir María Jóngerð Gunnarsdóttir, sumarstarfsmaður UÍA, um veðurútlit fyrir hjólakeppnina Tour de Orminn sem fram fer á Héraði á laugardaginn.
Skálinn Diner var opnaður á Egilsstöðum þann 1. maí síðastliðinn í því húsnæði sem Shell-skálinn var áður. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða veitingastað að amerískri fyrirmynd.
Hálslón fór á yfirfall á föstudagskvöld. Einu sinni áður í rekstrarsögu Kárahnjúkavirkjunar hefur það gerst svo snemma. Rennsli þar er nú meira en í yfirstandandi Skaftárhlaupi.
Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir koma um helgina austur á Eskifjörð annað árið í röð með síðsumartónleika. Að þessu sinni flytja þær dagskrá sem helguð er skáldkonunni Huldu. Helga segir hvatann að dagskránni hafa verið að halda minningu skáldkonunnar á lofti.
Páll Björgvin Guðmundsson, sem í lok júní lét af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir átta ára starf, segir það lykilatriði að sveitarstjórnarfólk á Austurlandi setjist niður og komi sér saman um hvaða baráttumál eigi að vera í forgangi. Núverandi fyrirkomulag á ályktunum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) virðist ekki nógu skilvirkt.
Umhverfisstofnun skoðar hvort rétt hafi verið staðið að verki þegar veitt var leyfi til útskurðar í kletta í Stöðvarfirði fyrr á árinu. Tekist er á um skilgreiningu í náttúruverndarlögum um hvað teljist einstakt náttúrufyrirbrigði.
Austfirsk gistiheimili neyddust til að vísa gestum frá í gærkvöldi sem leituðu skjóls undan miklum rigningum á landinu síðustu daga. Rekandi gistihúss segir ferðamennina almennt hafa verið vel búna en haft þörf fyrir að komast í skjól.