„Maður verður heltekinn af línudansinum. Sumir kjósa að hlaupa og verða að hlaupa til að ná upp orkunni sinni en við bara dönsum og dönsum,“ segir Sigríður Elísa Jónsdóttir, forsprakki línudanshópsins frá Hlymsdölum, félagsmiðstöð eldri borgara á Egilsstöðum, sem keppti í línudansi á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri á Sauðárkróki um miðjan júlí.
„Það er alveg sama hvað við reynum árlega að koma hátíðinni að í landsmiðlunum þegar auglýsingamaskínan kringum verslunarmannahelgina fer af stað – það er eins og búið sé að ákveða að þetta sé ekkert, hér sé nýbúið að halda Bræðslu. Það er hinn mesti misskilningur því við fáum alltaf fína aðsókn,“ segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, einn þeirra sem stendur fyrir hátíðinni Álfaborgarsjens á Borgarfirði eystri um helgina.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa átelur harðlega að slakað sé á öryggiskröfum þótt skip séu að skipta um eigendur. Þetta er niðurstaða úr rannsókn nefndarinnar á slysi um borð um Barða NK, skipi Síldarvinnslunnar, í fyrrasumar.
Guðmundur Már Karlsson, íbúi á Djúpavogi, gekk fram á óvæntan gest í Þvottárfjöru í Álftafirði á þriðjudag en myndarlegur rostungur baksaði þar við að komast upp á steina. Myndir Guðmundar af dýrinu hafa vakið mikla athygli enda komst hann óvenju nálægt því.
Nýrri og glæsilegri flokkunarsamstæðu hefur nú verið komið fyrir í miðbæ Djúpavogs en styrkur frá Uppbyggingarsjóði Austurlands hlaust til verksins í tengslum við Cittaslow-stefnu hreppsins.
Bændum í fjórum af fimm varnarhólfum á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Breiðamerkursandi er heimilt að flytja hey út til Noregs. Þetta eru niðurstöður athugunar Matvælastofnunar.