Gjoko ráðinn þjálfari Hattar

gjoko illjevski samningurMakedóníumaðurinn Gjoko Illjovski skrifaði í gær undir eins árs samning um þjálfun þriðju deildar liðs Hattar í knattspyrnu. Við sama tækifæri framlengdi Sigríður Baxter samning sinn um þjálfun kvennaliðsins. Nýir þjálfarar verða einnig við stjórnvölin hjá Leikni á Fáskrúðsfirði og Kvennaliði Fjarðabyggðar næsta sumar.

Gjoko, sem er 43ja ára gamall, skrifaði undir eins árs samning. Hann spilaði með liðnu árin 1999, 2005 og 2006 og þjálfaði yngri flokka tvö síðastnefndu árin.

Hann snéri aftur síðasta sumar til að þjálfa yngri flokka. Í tilkynningu frá Hetti segir að hann þekki mjög vel til allra leikmanna liðsins því hann hafi annað hvort þjálfað þá í yngri flokkum eða spilað með þeim í meistaraflokki.

Þá framlengdi Sigríður Þorláksdóttir Baxter samning sinn um þjálfun meistaraflokks kvenna til tveggja ára en hún hefur einnig leikið með liðinu. Þar hefur stefnan verið sett á að komast í úrslitakeppni fyrstu deildar næsta sumar.

Hjá Leikni, sem einnig leikur í þriðju deild karla, hefur verið skipt um þjálfara en Búi Vilhjálmur Guðjónsson hefur skrifað undir samning um að þjálfa meistaraflokk karla til næstu tveggja ára. Hann var áður yfirþjálfari yngri flokka Hattar auk þess að hafa þjálfað Magna á Grenivík og Þór á Akureyri. Þar er stefnan sett á toppbaráttu í deildinni.

Brynjar Gestsson, sem þjálfaði meistaraflokk og annan flokk karla hjá Fjarðabyggð síðasta sumar með góðum árangri, mun einnig þjálfa kvennalið félagsins næsta sumar.

Þá hefur fyrirliði karlaliðsins, Tommy Nielsen, skrifað undir eins árs samning. Hann aðstoðar við þjálfun þeirra leikmanna sem búa á höfuðborgarsvæðinu í vetur.

Mynd: Höttur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.