Blak: Bræðurnir horfðu á klassíska mynd Marx-bræðra til að ná sér niður

blakbraedurHlöðver Hlöðversson, þjálfar karlaliðs Þróttar í blaki, var sigurreifur eftir að liðið náði efsta sæti Mikasa-deildar karla með tveimur sigrum á Stjörnunni um helgina en Garðabæjarliðið var taplaust fyrir leikina.

„Að leikjum loknum var því ekki að leyna að sumir bræðranna voru öllu léttari á brún en aðrir. En þegar menn voru búnir að horfa á nokkrar mínútur af klassískri mynd Marx bræðra voru öll sár gróin," segir Hlöðver.

Geir Sigurpáll bróðir hans spilar einnig með Þrótti en restin af bræðrahópnum er í Stjörnunni þeir Róbert, Ástþór og Vignir spila með Stjörnunni.

Róbert skoraði laglega körfu í leiknum þegar hann varðist smassi frá Hlöðveri en myndband af atvikinu hefur hlotið nokkra athygli.

Hlöðver bendir á að nokkur samgangur hafi verið með liðunum. Með Stjörnunni æfi Emil Gunnarsson frá Norðfirði en á móti sé Stjörnumaðurinn Lárus Thorarensen í Þrótti.

Þróttur vann annars leikina tvo 3-2 en hvor um sig tók rúmar tvær klukkustundir. „Leikurinn á föstudaginn var afar skemmtilegur og spennustigið hátt og nokkuð sveiflukenndur þannig aldrei var hægt að sjá fyrir hvernig leikurinn færi fyrr en á síðustu mínútu," segir hann.

Seinni leikurinn var rúmum tólf tímum síðar og spilaðist líkt og sá fyrri. Í hvorum leik fyrir sig fengu Þróttarar gul spjöld „fyrir ábendingar til dómara um það sem betur mætti fara," eins og Hlöðver orðar það.

Lið Þróttar taka um helgina þátt í forkeppni bikarkeppninnar í blaki sem fram fer á Álftanesi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar