Karfa: Höttur vængstýfði Vængi Júpíters - Myndir

karfa hottur vaengir jupiters 0007 webHöttur burstaði Grafarvogsliðið Vængi Júpíters 123-56 í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Yngri leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig í leiknum.

Gestirnir voru aðeins með sex leikmenn á skýrslu. Það leiddi til þess að þeir þreyttust fljótt. „Þegar við sáum að þeir voru bara sex ákváðum við að hlaupa á þá," segir Andrés Kristleifsson, fyrirliði Hattar.

Það gekk eftir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-16 en síðan 56-26 í hálfleik. „Við byrjuðum hægt og gáfum þeim færi en vorum svo betri í seinni hálfleik."

Augljóst var að fáliðaðir gestirnir urðu sífellt þreyttari eftir því sem á leið leikinn. Boltinn gekk hratt í sókn Hattar og leikmennirnir fengu næg svæði til að skjóta.

„Við lögðum upp með að vera aðgangsharðir allan leikinn og það sást að þeir áttu ekkert eftir í lokin."

Í lok þriðja leikhluta var staðan 88-47 og í lokin munaði tæpum 70 stigum á liðunum. Tækifærið var nýtt til að gefa yngri leikmönnum tækifæri, þannig skoraði Brynjar Grétarsson fjögur stig í sínum fyrsta meistaraflokksleik.

„Það komu allir með sjálfstraust inn í leikinn og þorðu að skjóta eins og sást á Brynjari. Menn eru oft öruggari með sínum aldursflokki en það er frábært að fá tækifæri í svona leik og þvílíkur heiður að fá að spila fyrir framan alla Egilsstaðabúa," sagði Andrés.

Stig Hattar: Frisco Sandidge 27, Austin Bracey 20 (16 stoðsendingar), Eysteinn Bjarni Ævarsson 17 (6 stolnir boltar), Andrés Kristleifsson 16, Sigmar Hákonarson 13, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 10, Daði Fannar Sverrisson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5 (13 fráköst), Stefán Númi Stefánsson 5, Brynjar Grétarsson 4.

karfa hottur vaengir jupiters 0008 webkarfa hottur vaengir jupiters 0011 webkarfa hottur vaengir jupiters 0031 webkarfa hottur vaengir jupiters 0033 webkarfa hottur vaengir jupiters 0039 webkarfa hottur vaengir jupiters 0047 webkarfa hottur vaengir jupiters 0050 webkarfa hottur vaengir jupiters 0054 webkarfa hottur vaengir jupiters 0060 webkarfa hottur vaengir jupiters 0064 webkarfa hottur vaengir jupiters 0068 webkarfa hottur vaengir jupiters 0071 webkarfa hottur vaengir jupiters 0075 webkarfa hottur vaengir jupiters 0079 webkarfa hottur vaengir jupiters 0081 webkarfa hottur vaengir jupiters 0091 webkarfa hottur vaengir jupiters 0094 webkarfa hottur vaengir jupiters 0096 webkarfa hottur vaengir jupiters 0101 webkarfa hottur vaengir jupiters 0107 webkarfa hottur vaengir jupiters 0108 webkarfa hottur vaengir jupiters 0112 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar