Bikarkeppnin í blaki: Bæði liðin þurfa aðra atlögu

 mg 0674Bæði karla- og kvennalið Þróttar Neskaupstað þurfa aðra atlögu að sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki en fyrri hluti forkeppninnar fór fram á Álftanesi um helgina

Í kvennakeppninni var keppt í tveimur þriggja liða riðlum þar sem efsta liðið úr hvorum riðli tryggði sér þáttökurétt í undanúrslitunum í mars.

Þróttur lenti í riðli við HK en liðin háðu harða rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í vor. HK vann leik liðanna, 19-25, 25-17 og 15-17 en ólíkt venjulegum blakleikjum þurfti aðeins að vinna tvær hrinur til að vinna leikinn.

Bæði liðin unnu svo Stjörnuna 2-0. Liðin fjögur sem ekki komust áfram um helgina taka svo þátt í annarri forkeppni á Akureyri í janúar þar sem tvö lið í viðbót komast inn í úrslitakeppnina. Afturelding komst áfram úr hinum riðlinum

Karlalið Þróttar, sem um síðustu helgi, komst í efsta sæti Mikasa-deildarinnar náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í deildinni og lenti í fjórða sæti í forkeppninni um helgina en þar léku fimm lið um tvö laus sæti.

Þróttur tapaði 0-2 fyrir HK (17-25, 20-25), vann Þrótt Reykjavík 2-1 (25-21, 22-25, 22-20), tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni (25-21, 25-20) og vann loks KA 1-2 (25-23, 15-25, 15-17).

Úr leik Þróttar og HK í bikarkeppnini vor. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar