Hulda Elma valin íþróttamaður Þróttar

hulda elma eysteinsdottir ithrottamadurnesk13Blakkona Hulda Elma Eysteinsdóttir er íþróttamaður Þróttar árið 2013 en hún var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði félagsins í vor. Viðurkenningin var veitt þegar kveikt var á jólatrénu í Neskaupstað á laugardag.

Hulda Elma var valin í A-landslið kvenna og tók þátt í undakeppni HM og Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Í Mikasa-deild kvenna var hún valinn besti leikmaðurinn en Þróttur varð Íslands- og deildarmeistari.

Hún er búsett á Akureyri en áætlað er að hún hafi ferðast yfir átta þúsund kílómetra á síðustu leiktíð til að geta spilað með Þrótti.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hulda Elma hlýtur slíkar viðurkenningar en hún var valinn íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2000 í fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt.

Deildir Þróttar útnefndu einnig sína íþróttamenn við sama tækifæri. Hulda var blakmaður ársins en Stefán Þór Eysteinsson var valinn knattspyrnumaður ársins, Þorvaldur Marteinn Jónsson skíðamaður og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona ársins. Sunddeild útnefndi ekki sérstakan íþróttamann en þar var Ólafía Ósk Svanbergsdóttir heiðruð fyrir að vera efnilegust.

Kvennalið Þróttar í blaki vann um helgina HK í Mikasa-deild kvenna í blaki, 2-3 en liðin mættust í Kópavogi.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.