Tvær deildir Hattar hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndardeildir
Fimleika- og knattspyrnudeildir Hattar fengu nýverið endurnýjun viðurkenninga sinna um fyrirmyndarfélög Íþrótta- og Ólympíusambandsins.Viðurkenningin er gæðavottun ÍSÍ en það var Viðar Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá sambandinu sem afhenti viðurkenningarnar.
Vottunina geta bæði íþróttafélög fengið í heild sem og einstakar deildir, eins og í þessu tilfelli. Til að hljóta hana þurfa félögin að fara í gegnum stjórnkerfi sitt og vera meðal annars með stefnuyfirlýsingar um barna- og unglingastarf og um menntun þjálfara.
Vottunina þarf að endurnýja reglulega. Fimleikadeildin hlaut fyrst sína vottun árið 2004 en knattspyrnudeildin árið 2007. Þetta eru tvær stærstu deildirnar innan Hattar.
Ekki hafa fleiri austfirskar deildir hlotið vottunina.