Erna Friðriks fær styrk úr Afrekskvennasjóði

erna fridriksdottir nov13Erna Friðriksdóttir, sem keppir á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Rússlandi í mars, hlaut nýverið hálfa milljón króna styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Leikarnir fara fram í Sochi en Erna, sem er hreyfihömluð, keppir þar í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða.

Fyrir leikana æfir Erna í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum. Hún tók þátt í leikunum í Vancouver í Kanada fyrir fjórum árum og setti þá strax stefnuna á Sochi. Hún hefur undanfarið klifið heimslistann jafnt og þétt.

Fjögur verkefni fengu styrki úr sjóðnum að þessu sinni en 67 umsóknir bárust í hann. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.