Aron Gauti valinn íþróttamaður Fjarðabyggðar
Knattspyrnumaðurinn Aron Gauti Magnússon frá Eskifirði er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2013. Afreksíþróttamenn sveitarfélagsins voru heiðraðir við athöfn í Nesskóla á sunnudag.Aron Gauti, sem er 17 ára, spilaði með þriðja og öðrum flokki Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í sumar auk þess að spila nokkra leiki með meistaraflokki. Hann spilaði einnig fjóra leiki með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu.
„Framkoma Arons er til fyrirmyndar innan vallar sem og utan. Hann er ávallt hvetjandi og er mikil fyrirmynd fyrir aðra knattspyrnuiðkendur hjá félaginu," segir í umsögn.
Í máli Guðmundar Halldórssonar, íþróttafulltrúa Fjarðabyggðar, kom fram að valið hefði verið jafnt og kjósa hefði þurft tvisvar til að fá afgerandi úrslit.
Íþróttafélög Fjarðabyggðar tilnefna sína íþróttamenn en einn þeirra verður hinn útvaldi. Eftirtaldir voru útnefndir af öðrum félögum.
Daði Þór Jóhannsson, Leikni, frjálsar
Eva Dögg Jóhannsdóttir, Val, glíma
Sigurður Heiðar Pétursson, VÍF, mótorkross
Stefán Þór Eysteinsson, Þrótti, knattspyrna
Sigurður Sveinbjörnsson, Hestamannafélaginu Blæ
Viðurkenningar fyrir landsliðsverkefni
Blak
Þórhildur Ösp Þórhallsdóttir, forval U-17 ára, Þrótti
Þórunn Egilsdóttir, forval U-17 ára, Þrótti
Hekla Liv Maríasdóttir, forval U-17 ára, Þrótti
Eydís Elva Gunnarsdóttir, U-17, Þrótti
Helena Líf Magnúsdóttir, U-17, Þrótti
María Rún Karlsdóttir, U-17, Þrótti
Fannar Örn Þórarinsson, forval U-17, Þrótti
Steinar Berg Eiríksson, forval U-17, Þrótti
Sævar Steinn Friðriksson, forval U-17, Þrótti
Þorvaldur Marteinn Jónsson, forval U-17, Þrótti
Ragnar Ingi Axelsson, U-17, Þrótti
Bergrós Arna Sævarsdóttir, U-19, Þrótti
Hafrún Hálfdánardóttir, U-19, Þrótti
Lilja Einarsdóttir, U-19, Þrótti
Hulda Elma Eysteinsdóttir, A-landslið, Þrótti
Erla Rán Eiríksdóttir, A-landslið, Þrótti
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, A-landslið, Þrótti
Valgeir Valgeirsson, A-landslið, Þrótti
Knattspyrna
Telma Ívarsdóttir, úrtak U-17, Þrótti
Kristófer Páll Viðarsson, U-16, Leikni
Aron Gauti Magnússon, U-17, Austra
Glíma
Eva Dögg Jóhannsdóttir, Val
Magnús Karl Ásmundsson, Val
Hjörtur Elí Steindórsson, Val
Sindri Freyr Jónsson, Val