Bobba hætt með landsliðinu: Ætla að spila með Þrótti eins lengi og ég hef gaman af

blak throttur hk meistarar 06042013 0087 webBlakkonan Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hún stefnir þó á að spila áfram með Þrótti eins lengi og hún getur.

Frá ákvörðun sinni skýrði Þorbjörg, oftast kölluð Bobba, í nýjasta tölublaði Snæfells, tímarits UÍA sem kom út fyrir jólin. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir Smáþjóðaleikana síðasta sumar.

„Þetta var tíu daga ferð og það er erfitt að vera svona lengi í burtu. Það var líka dálítið súrrealískt að horfa yfir nafnalistana hjá liðunum og sjá að ég var alltaf langelst.Þá kom: „Jæja, best að fara að hætta á alla vegana þessum vettvangi"."

Þorbjörg, sem verður fertug í mars á að baki fimm Íslandsmeistaratitla í blaki, fjóra með Þrótti og einn með Íþróttafélagi Stúdenta. Hún hefur að auki orðið bikarmeistari, deildarmeistari auk þess að eiga fjölda landsleikja að baki.

Þótt landsliðsferlinum virðist lokið stefnir Bobba ótrauð áfram á að spila með Þrótti. „Á meðan líkaminn segir ekki stopp og maður hefur gaman af og tök á langar mig að spila. Kannski fer að líða að því að maður fari að draga sig eitthvað til hlés, en ég veit ekki hvernig það verður að vera ekki í íþróttahúsinu.

Ég ætla að halda áfram í blaki eins lengi og ég get og eins lengi og ég hef áhuga á. Hvort sem það er að spila í fyrstu deildinni eða spila með konuhópnum í neðri deildum. Ég fer örugglega með blakboltann með mér í gröfina."

Þegar hún hættir að spila með meistaraflokki bíður hennar öflugt öldungablak. Öldungamót í blaki er haldið árlega og er einn af stærri íþróttaviðburðum hvers árs hérlendis.

„Ég ætla að mæta hérna á öldungarmót í blaki þegar ég verð sextug með blásið hár. Ég sé sjálfa mig alveg í anda sextuga með mínum vinkonum að spila á öldungarmóti og hafa gaman af.

Eins lengi og maður hefur gaman af þessu, þá ætla ég að vera að spila. En svo er það spurning hvað maður ætlar. Það kemur að því að maður fer að minnka við sig. Maður þarf náttúrulega að hleypa hinum að."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar