Ríflega tuttugu keppendur glímdu um Aðalsteinsbikarinn

fjordungsglima austurlands 2013 webTuttugu og tveir keppendur tóku um jólin þátt í Fjórðungsglímu Austurlands sem haldin var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Glímt var í þremur flokkum karla og kvenna.

Mótið gegn vel að sögn mótshaldara og hart barist um verðlaunin. Glímt er um Aðalsteinsbikarinn sem gefinn var í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, glímukappa á Reyðarfirði.

Eftirtaldir unnu bikarana í ár:

Stelpur 10-12 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir
Strákar 10- 12 ára – Leifur Páll Guðmundsson
Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir
Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson
Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir
Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar