Eysteinn Bjarni valinn íþróttamaður Hattar

Eysteinn Bjarni valinn íþróttamaður HattarKörfuknattleiksmaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður Hattar fyrir árið 2013 á þrettándagleði félagsins. Félagið stendur fyrir gleðinni á Egilsstöðum í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Við það tilefni eru íþróttamenn ársins og fleiri velunnarar félagsins verðlaunaðir.

Eysteinn er 18 ára og hefur verið fastamaður í meistaraflokksliði Hattar síðustu tvö keppnistímabil. Hann var í vor valinn í tólf manna hóp U-18 ára landsliðsins sem tók þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð.

Eysteinn var þar í byrjunarliðinu í þremur leikjum af fimm en liðið varð í öðru sæti á mótinu eftir fjóra sigurleiki. Eysteinn á einnig að baki leiki með U-15 og U-16 ára landsliðum Íslands.

Sigurjón Bjarnason og Helga Alfreðsdóttir fengu starfsmerki félagsins fyrir vinnu sína fyrir það og forvera þess á árunum 1970-1990.

Höttur fagnar fjörutíu ára afmæli sínu síðar á árinu. Í máli formanns þess, Davíðs Þórs Sigurðarsonar, kom fram að undirbúningur fyrir það væri þegar hafinn en stefnt er að því að tvinna slík hátíðahöld inn í héraðshátíðina Ormsteiti í ágúst.

Sjö deildir eru starfandi innan Hattar og fengu íþróttamenn þeirra viðurkenningar sínar í gærkvöldi.
Blak: Elínborg Valdsdóttir
Fimleikar: Rebekka Karlsdóttir
Frjálsíþróttir: Hrefna Ösp Heimisdóttir
Knattspyrna: Högni Helgason
Körfubolti: Eysteinn Bjarni Ævarsson
Handbolti: Maron Brynjar Árnason
Taekwondo: Þuríður Nótt Björgvinsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.