Körfubolti: Nýr Kani til Hattar

gerald robinson hottur karfa 0009 webKörfuknattleikslið Hattar hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann að nafni Gerald Robinson. Sá kemur í stað Frisco Sandidge en samningi við hann var sagt upp í jólafríinu. Keppni í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefst á ný eftir jólafrí á föstudag þegar topplið Tindastóls kemur í heimsókn.

„Við töldum okkur þurfa sterkari mann til að fara alla leið. Einstakling með reynslu og leiðtogahæfileika," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Gerald er 29 ára gamall og spilaði áður með Haukum leiktíðina 2010-11 en liðið komst það tímabil í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá rúm 20 stig að meðaltali leik og tók tæp fjórtán fráköst.

„Gerald er sterkur í teignum og fín skytta," segir Viðar Örn um styrkleika nýja miðherjans sem lék síðast í Englandi.

Höttur tekur á móti Tindastóli þegar keppni í fyrstu deild hefst á ný eftir jólafrí klukkan 20:00 á föstudagskvöld. Sauðkrækingar eru efstir í deildinni og ósigraðir eftir átta leiki. Höttur er í 3. – 5. sæti með fimm sigra í átta leikjum.

Liðin í 2. – 5. sæti í vor leika um laust sæti í úrvalsdeild að ári en efsta liðið fer beint upp.

Útlit er fyrir að Sigmar Hákonarson leiki ekki með Hattarliðinu næstu vikurnar en hann meiddist illa á fæti á æfingu í fyrrakvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.