Körfubolti: Leik Hattar og Tindastóls frestað því dómararnir komust ekki austur

karfa hottur stjarnan bikar 0010 webLeik Hattar og Tindastóls í fyrstu deild karla í körfuknattleik sem fara átti fram á Egilsstöðum í kvöld hefur verið frestað til morguns. Ástæðan er sú að flugi austur var aflýst og dómararnir komust ekki í leikinn.

Leikmenn Tindastóls voru komnir austur og gista hér í nótt. Leikurinn fer hins vegar fram klukkan 18:30 á morgun, laugardag. „Við stjórnum ekki veðrinu," sagði Viðar Örn Hasteinsson, þjálari Hattar í samtali við Austurfrétt í kvöld.

Fimleikadeild Hattar stendur fyrir tveimur sýningum á fimleikaútgáfunni á leikritinu vinsæla, Ávaxtakörfunni á morgun. Fyrri sýningin er klukkan 13:00 en sú seinni 15:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar