Austurvarp: Krossleggjum fingur á sýningardaginn
Ríflega 150 iðkendur úr fimleikadeild Hattar tóku þátt í fimleikaútgáfu deildarinnar á söngleiknum Ávaxtakörfunni sem sýnd var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardag.„Við krossleggjum fingurna á sýningardaginn," segir Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari deildarinnar.
Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið síðustu vikur en auk iðkendanna koma allir þjálfarar deildarinnar og um 60 foreldrar að sýningunni. Æft er í mörgum litlum hópum sem eru ekki sameinaðir fyrr en í blálokin..
Þetta er í þriðja sinn sem fimleikadeildin stendur fyrir slíkri nýárssýningu. Ávaxtakarfan er löngu orðin þekkt hérlendis er áherslan í verkinu er á vináttu og að við séum góð hvert við annað.
Til að leggja áherslu á það mynduðu þátttakendur í sýningunni stórt hjarta á gólfinu í lokin.