Karfa: Ungu strákarnir hjá Hetti sáu um Breiðablik

karfa hottur breidablik jan14 0008 webHöttur sigraði Breiðablik 95-90 í hörkuleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Blikar lögðu upp með að tvo leikmenn Hattar en þá tóku aðrir við stigaskoruninni.

Breiðablik byrjaði betur og skoraði fyrstu sjö stig leiksins enda leiddur þeir 25-30 eftir fyrsta leikhluta. Sá munur hélst nokkuð stöðugur fram að hálfleik en Hattarmenn minnkuðu þar muninn í 45-46 með góðri rispu í lokin.

Blikar voru áfram með undirtökin í þriðja leikhluta en Höttur náði að jafna um hann miðjan og komst svo yfir 71-70 með þriggja stiga körfu Austin Bracey þegar tæp mínúta var eftir. Þeim mun tókst að halda og Höttur fór inn í síðasta leikhlutann með 73-72 forustu.

Í upphafi fjórða leikhluta lentu þeir Viðar Örn Hafsteinsson, Hetti og Jerry Hollis, Breiðabliki, í samstuði. Báðir þurftu að fara út af og spilaði Viðar ekki meir en Hollis kom inn á en haltraði mjög. Hattarmenn hörkuðu þó brotthvarf Viðars af sér og skoruðu tólf stig gegn tveimur fyrstu þrjár mínútur leikhlutans.

Hjá Blikum hvíldi einnig stigahæsti maðurinn, Þorsteinn Gunnlaugsson, síðustu mínúturnar. Hattarmenn voru hins vegar í töluverðum villuvandræðum en Hreinn Gunnar Birgisson og Gerald Robinson fengu báðir sína fjórðu villu snemma í leikhlutanum en kláruðu þó leikinn. Gerald hvíldi þó framan af fjórðungnum.

Blikar lögðu leikinn upp með að stoppa Austin Bracey og Gerald og gekk það að nokkru upp. Við það losnaði hins vegar um aðra leikmenn sem nýttu sín færi og hefur stigaskor Hattar sjaldan dreifst jafn vel og í kvöld.

„Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum. Hreinn átti sinn besta leik síðan hann kom til okkar og Andrés sinn besta leik í vetur. Vonandi sýna þeir okkur meira af þessu," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt í leikslok.

„Við vorum skynsamir og við gerðum það sem við lögðum upp með í vikunni. Við fengum á okkur of mörg stig í fyrsta leikhluta en eftir að við fórum að spila vörn var leikur okkar í góðu lagi. Sóknin var góð allan tímann og aðrir stigu upp þegar andstæðingarnir einblíndu á að stoppa Austin og Gerald."

Borce Ilievski, þjálfari Breiðabliks, óskaði Hattarmönnum til hamingju með sigurinn. „Við lögðum upp með að stoppa Austin og Gerald en þá stigu ungu leikmennirnir upp. Fyrst og fremst er þetta þeirra sigur.

Hattarmenn langaði meira í sigurinn. Vörn okkar var heldur ekki jafn góð og ég vænti og það á jafnt við um alla."

Á sama tíma og Breiðablik sótti í lokin var þeirra stigahæsti maður, Þorsteinn Gunnlaugsson, á bekknum. Í samtali við Austurfrétt sagði Borce að hann hefði verið orðinn þreyttur. „Hann er ekki í besta forminu og ég gerði mistök því ég hefði átt að hvíla hann fyrr í leiknum."

Andrés Kristleifsson var stigahæstur Hattarmanna með 23 stig. Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 17 stig og stóran hluta þeirra í fjórða leikhluta en hann átti einnig fimm stoðsendingar. Hreinn Gunnar Birgisson skoraði 16 stig, Austin Bracey 15 og Gerald Robinson 14 auk þess að taka 12 fráköst.

Þorsteinn Gunnlaugsson var sem fyrr sagði stigahæstur Blika með 21 stig en hann tók að auki sjö fráköst. Jerry Hollis skoraði 16 stig og Pálmi Geir Jónsson 15.

karfa hottur breidablik jan14 0010 webkarfa hottur breidablik jan14 0023 webkarfa hottur breidablik jan14 0026 webkarfa hottur breidablik jan14 0028 webkarfa hottur breidablik jan14 0040 webkarfa hottur breidablik jan14 0050 webkarfa hottur breidablik jan14 eysteinn web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.