130 keppendur á Björnsmóti

bjornsmot11_skdi.jpgUm 130 keppendur voru skráðir til keppni á Björnsmótinu á Skíðum sem haldið var í Stafdal um seinustu helgi. Aðeins var keppt í svigi þar sem aflýsa þurfti keppni í stórsvigi vegna veðurs.

 

Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þar af 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).

Í Starfdal er unnið að uppsetningu á lyftu ofan við þá sem fyrir er. Þegar hún verður komin í gagnið, sem fyrirhugað er á næstu vikum, verður hægt að renna sér ofan af Stafdalsfellinu og verður fallhæðin um 322m.

Í ár eru 45 krakkar á aldrinum 6-14 ára frá Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og Fljótsdal sem æfa hjá skíðafélaginu í Stafdal. Þar fyrir utan er tæplega 20 börn á aldrinum 3-5 ára í Krílaskóla á laugardögum. Á byrjendanámskeið barna voru um 30 krakkar og eru 15-20 fullorðnir á byrjendanámskeiði sem stendur yfir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar