Íþróttir helgarinnar: Kvennalið Þróttar aftur af stað

blak throttur hk meistarar 06042013 0072 webKvennalið Þróttar í blaki hefur keppni á ný í kvöld eftir langt jólafrí þegar það heimsækir Stjörnuna í Garðabæ á morgun. Körfuknattleikslið Hattar mætir FSu á Selfossi í kvöld.

Þróttarstelpur fóru með kvöldflugi til Reykjavíkur en þær leika gegn Stjörnunni í Ásgarði klukkan 13:00 á morgun.

Þróttarliðið er í þriðja sæti deildarinnar en hefur spilað fæsta leiki allra liða í deildinni eða sex. Baráttan er hörð um efstu þrjú sætin en HK, sem er í öðru sæti, vann nýverið topplið Aftureldingar.

Höttur heimsækir FSu á Selfossi í fyrstu deild karla í körfuknattleik en leikurinn hefst klukkan 19:15. Höttur er í fjórða sæti með tólf sigra þegar tíu umferðir hafa verið leiknar.

FSu er hins vegar jafnt Breiðabliki, sem Höttur vann fyrir viku, í 5. – 6. sæti með tíu stig. Fimm efstu sæti deildarinnar veita sæti í úrslitakeppninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar