Körfubolti: Höttur vann FSu í sveiflukenndum leik

karfa hottur breidablik jan14 0040 webHöttur vann mikilvægan sigur í baráttunni um efstu sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði FSu 94-98 á Selfossi á föstudag. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknum.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og leiddu 28-20 eftir fyrsta leikhluta en liðið náði mest ellefu stiga forskot í leikhlutanum.

Höttur snéri leiknum fljótt sér í vil, skoraði ellefu fyrstu stigin í öðrum leikhluta og var 28-31 yfir þegar tvær mínútur voru búnar af honum. Heimamenn tóku þá leikhlé og eftir það jafnaðist leikurinn. Höttur var samt yfir í hálfleik, 47-53.

Aftur snérist taflið við í þriðja leikhluta en FSu komst yfir 70-68 með tveimur vítaskotum í lok hans. Þeir höfðu síðan frumkvæðið, 4-5 stiga forskot, fyrri hluta loka fjórðungsins.

Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir komst Höttur loks yfir, 85-87. Þá forustu lét liðið ekki af hendi og þriggja stiga karfa Geralds Robinsons þegar tæp mínúta var eftir færði liðinu fimm stiga forskot, 89-94, sem það hélt til loka.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir sigurinn hafa verið mikilvægan en liðið berst um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni í vor, meðal annars við FSu.

„Heilt yfir var spilamennskan góð. Varnarleikurinn er enn of sveiflukenndur og það þurfum við að lagfæra. Mér finnst liðið á réttri leið. Það er enn mikið eftir af mótinu og við keppumst við að hala inn stig og ætlum að styrkja okkur með hverri vikunni fram á voru."

Gerald Robinson skoraði 37 stig fyrir Hött og tók 8 fráköst. Austin Bracey skoraði 27 stig og sendi 10 stoðsendingar. Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 11 stig og Hreinn Gunnar Birgisson tíu auk þess að hirða átta fráköst.

Höttur tekur næst á móti Fjölni en liðin mætast á Egilsstöðum á föstudagskvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.