Íþróttir helgarinnar: Höttur tekur á móti Fjölni og bikarkeppni í blaki
Höttur tekur á móti Fjölni í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld en liðin eru jöfn að stigum í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Blaklið Þróttar halda norður á Akureyri þar sem þau freista þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki.Leikur Hattar og Fjölnis hefst klukkan 18:30 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Liðin deila þriðja sætinu með sjö sigra hvort fyrir leikinn. Sætið skiptir máli því það gefur heimaleikjarétt í undanúrslitunum í vor.
Höttur fór með sigur af hólmi þegar liðin mættust í haust, 83-90, í miklum baráttuleik og var það fyrsti sigur Hattar á tímabilinu. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína sem voru báðir gríðarlega spennandi.
Bæði meistaraflokkslið Þróttar taka þátt í annarri umferð bikarkeppninnar í blaki sem fram fer á Akureyri um helgina.
Kvennaliðið byrjar á Stjörnunni klukkan 20:00 í kvöld en mætir síðan KA klukkan 11:00 í fyrramálið og loks Þrótti klukkan 13:00 á morgun.
Karlaliðið leikur við KA klukkan 12:00 á morgun og aftur við Þrótt Reykjavík klukkan 14:00. Tvö sæti eru laus í undanúrslitum bikarkeppninnar hjá hvoru kyni.