Íþróttir helgarinnar: Austfirsku liðin á faraldsfæti

blak throttur hk okt13 kk 0016 webKarlalið Þróttar í blaki spilar tvo útileiki í úrvalsdeild karla í blaki í Kópavogi um helgina og yngri flokkar félagsins spila í bikarmóti í Árbæ. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Hamar í Hveragerði í kvöld.

Þróttur mætir toppliði HK í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Fagralundi um helgina. Fyrri leikurinn verður í kvöld klukkan 20:15 en sá seinni á morgun klukkan 13:00.

Þróttur sendir lið til keppni í 2. og 3. flokki stúlka á bikarmóti sem fram fer í Fylkishöll í Árbæ. Annars flokks liðið spilar á morgun en þriðja flokks liðið á sunnudag.

Höttur heimsækir Hamar í Hveragerði í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld sem hefst klukkan 19:15. Höttur hefur unnið síðustu þrjá leiki og er komið í þriðja sæti deildarinnar með sextán stig. Hamar hefur hins vegar farið hægt af stað eftir áramót og er með tíu stig í áttunda sæti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.