UÍA eignaðist Íslandsmeistara í langstökki

dadi steingrimur mi1114 lovisaSteingrímur Örn Þorsteinsson úr UÍA varð um helgina Íslandsmeistari í langstökki innanhúss í flokki 14 ára pilta. Fleiri keppendur sambandsins náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands. Hamar stöðvaði sigurgöngu körfuknattleiksliðs Hattar, Leiknir varð í þriðja sæti Kjarnafæðismótsins og Þróttur tapaði fyrir toppliði HK í úrvalsdeild karla í blaki.

Steingrímur Örn sigraði í langstökki 14 ára pilta með stökki upp á 5,18 metra og stökk 16 sentímetrum lengra en næsti maður. Þá varð Steingrímur einnig í öðru sæti í 60 metra hlaupi á tímanum 8,03 sek.

Tveir UÍA menn komust á verðlaunapall í hástökki. Daði Þór Jóhannsson varð annar og stökk yfir 1,51 metra en Steingrímur þriðji með stökk upp á 1,46.

Meistaramót Íslands fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Að auki kepptu þau Eva María Thorarensen og Almar Aðalsteinsson frá UÍA.

Leiknir Fáskrúðsfirði tryggði sér þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu með 3-0 sigri á KA á laugardag. Kristófer Páll Viðarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson og László Szilágyi skoruðu mörkin.

Eftir þrjá sigurleiki í fyrstu deild karla í körfuknattleik í röð tapaði Höttur 98-76 fyrir Hamri í Hveragerði á föstudagskvöld. Höttur var yfir fyrstu mínútur leiksins en eftir þær tóku Hamars menn örugga forustu og voru á köflum með 20 stiga forskot. Austin Bracey og Gerald Robinson skoruðu 23 stig hvor fyrir Hött.

Blaklið Þróttar tapaði báðum leikjum sínum gegn toppliði HK í Mikasa-deild karla. HK vann fyrri leikinn á föstudagskvöld 3-0; 25-19, 25-12 og 25-20. Seinni leikurinn fór á svipaðan veg, 3-0 og í hrinum 25-11, 25-23 og 25-13. Hlöðver Hlöðversson var stigahæstur Þróttara í báðum leikjunum.

Daði og Steingrímur á verðlaunapalli eftir hástökkið. Mynd: Lovísa Hreinsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.